29 maí 2005

 

Aldís Hafsteinsdóttir




Ég er fædd í Reykjavík 21. desember 1964 en flutti til Hveragerðis 1966.

Foreldrar: Laufey S. Valdimarsdóttir ættuð frá Hreiðri í Holtum og Hafsteinn Kristinsson frá Selfossi en hann lést 18. apríl 1993.

Systkini:
Valdimar, framkvæmdastjóri Kjörís, Hveragerði.
Guðrún, markaðsstjóri Kjörís, búsett í Hveragerði.
Sigurbjörg, grunnskólakennari, búsett í Hveragerði.

Ég er gift Lárusi Inga Friðfinnssyni,matreiðslumeistara. Hann er sonur Bjarna Haraldssonar/Friðfinns Magnússonar og Ásdísar Kristjánsdóttir en þau bjuggu í Varmahlíð í Skagafirði. Friðfinnur lést árið 1983. Dísa er gift Bjarna Haraldssyni kaupmanni á Sauðárkrók þar sem þau búa í dag.

Við Lárus eigum 4 börn samtals.
Þau eru:
Rakel fædd 1985
Laufey Sif fædd 1986
Bjarni Rúnar fæddur 1990
Albert Ingi fæddur 1996

Barnabörnin eru 5. 

-----------------------------------
Menntun:
Stúdent af málabraut Menntaskólans á Akureyri 1984.
Nám í alþjóðastjórnmálum við Follo Folkehogskole, Noregi 1984-1985
Kerfisfræðingur frá Tietgenskolen í Odense, Danmörku 1990.
Stundaði nám í viðskiptafræðum við Háskólann á Akureyri, 2002-2003

Starf: bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.

Félagsstörf:
Bæjarfulltrúi í Hveragerði frá 1996 þar af formaður bæjarráðs 1999-2000 og forseti bæjarstjórnar 2000-2002 og bæjarstjóri frá árinu 2006.
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 2018 - 
Einn af varaformönnum samtaka sveitarfélaga í Evrópu CEMR 2020 - 
Í Þjóðhagsráði frá 2018 - 
Í stjórn Bergrisans, byggðasamlags um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi frá 2011 -  .
Formaður NOS, nefndar um samstarf um skóla og félagsþjónustu í Árnesþingi 2015 - .
Formaður skólanefndar Grunnskólans í Hveragerði 1994-2000.
Í skólanefnd Grunnskólans frá 2002 - 2006.
Í skipulags- og bygginganefnd Hveragerðisbæjar 2004-2006.
Í stjórn Skólaskrifstofu Suðurlands frá 1995-2001 þar af formaður stjórnar síðustu 2 árin.
Tilnefnd af menntamálaráðherra í skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands frá 1995, formaður nefndarinnar frá október 2002-2009.
Í bygginganefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands frá 2003-2009.
Í stjórn samtaka Sunnlenskra Sveitarfélaga 1998-2002 og frá 2006-2007
Í héraðsnefnd Árnesinga frá 1998. Varaformaður héraðsráðs frá 2006-2010.
Varamaður í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 2006. Aðalmaður í sömu stjórn frá júlí 2007 -  .  Formaður stjónar frá 2018 - .
Í alþjóðanefnd Sambandsins frá 2007 -
Í samráðshóp Sambandsins og Utanríkisráðuneytisins um EES mál frá 2007- 2016.
Í Ferðamálaráði Íslands frá 2010-2018.
Í stjórnstöð ferðamála frá 2018 - 2021. 
Formaður ráðgjafarnefndar Orkusjóðs 2015 - 2018.
Gjaldkeri í stjórn Norræna félagsins í Hveragerði frá 1992-2002.
Fréttaritari Morgunblaðsins í Hveragerði frá 1994-2001.

Varamaður í stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi frá 2001-2005.
Aðalmaður í sömu stjórn frá 2005, varaformaður frá 2006 - 2009.
Hef auk þessa gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Hveragerðisbæ, sveitarstjórnarstigið á landsvísu og Sjálfstæðisflokkinn á Suðurlandi.

Hér má forvitnast um ætt og uppruna í móðurætt. Valdimar á allan heiður af þessari síðu og við systur treystum því að innan skamms verði hann búinn að setja föðurættina á netið einnig


This page is powered by Blogger. Isn't yours?